Fundu enga brotamenn

Lögreglan á Selfossi var með samfellt eftirlit allar nætur í uppsveitum Árnessýslu frá mánudegi til föstudags.  Tilgangurinn var að kanna hvort þar væru á ferð þekktir eða óþekktir brotamenn  og að koma í veg fyrir innbrot í sumarbústaði, gróðurhús og aðra staði. 

Fram kemur á vefsíðu lögreglunnar, að lögreglumenn stöðvuðu á milli 17 og 30 ökutæki hverja nótt.  Allar næturnar komu að þessu verkefni sérsveitarlögreglumenn ríkislögreglustjóra auk lögreglumanna á Selfossi.  Engir brotamenn urðu hins vegar á vegi lögreglumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert