Harmar árásir á ráðherra

Frá framkvæmdum í Helguvík.
Frá framkvæmdum í Helguvík. mbl.is/Rax

Stjórn Landverndar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harmaðar eru linnulausar árásir fylgjenda byggingar álvers í Helguvík á umhverfisráðherra undanfarið.

Skorar Landvernd á hlutaðeigandi aðila að útskýra fyrir þjóðinni hvernig það þjóni hagsmunum Íslendinga að verja nær allri orku sem hugsanlega eftir stendur á Suður- og Suðvesturlandi til einnar verksmiðju í þungaiðnaði.  

„Landvernd minnir enn og aftur á að hagvöxtur og náttúruvernd eru ekki andstæður heldur, þvert á móti, er umhverfis- og náttúruvernd forsenda efnahagslegar og samfélagslegar velmegunar til lengri tíma litið. Hægt er að byggja upp blómlegt atvinnulíf á Íslandi án þess að valda alvarlegum spjöllum á náttúru landsins. Nýting orkuauðlinda þarf ekki að fela í sér stórkostleg náttúruspjöll. Vanda þarf til verka, bæði hvað varðar val á verkefnum sem og stjórnsýslu og átta sig á heildaráhrifum áður en lagt er af stað. Einnig þarf að kunna sér hóf. Í stað þess að ráðast í 360.000 tonna álver í Helguvík er mun vænlegra fyrir íslenskt samfélag og efnahag að takmarka stærð væntanlegs álvers við það sem orkulindir og náttúra landsins geta borið," segir m.a. í yfirlýsingunni.

Vefur Landverndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert