Myndlistarmenn mótmæla

Hlynur Hallsson, formaður SÍM, og fleiri myndlistarmenn mættu á uppboð …
Hlynur Hallsson, formaður SÍM, og fleiri myndlistarmenn mættu á uppboð Gallerí Foldar í kvöld. mbl.is/Kristinn

Á annan tug myndlistarmanna tók sér stöðu við Gallerí Fold í Reykjavík nú undir kvöld til að mótmæla því, að galleríið hafi ekki skilað svonefndu fylgiréttargjaldi af seldum verkum til Myndstefs.

Uppboð á vegum Gallerí Foldar hófst á sjöunda tímanum. 

Samband íslenskra myndlistarmanna segir, að við endursölu myndverka á listmunauppboðum eða hjá öðrum listaverkasölum leggist 10% fylgiréttargjald ofan á söluverð sem renni til viðkomandi höfundarétthafa.  Greiðsla fyrir keypt verk sé innt af hendi í lok uppboðsins. Það sé síðan hlutverk listmunauppboðanna eða listaverkasalans að skila þessum gjöldum til Myndstefs þaðan sem þeim sé dreift til myndhöfunda eða erfingja þeirra.

Gallerí Fold hefur verið stefnt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir vanskil á fylgiréttargjöldum, en stefnufjárhæð nemur u.þ.b. 21 milljón króna. Tryggvi Páll Sigmundsson, listmunasali hjá Gallerí Fold, sagði við mbl.is í dag,  galleríið hafi lengi átt í deilum við Myndstef en stefnufjárhæðin sé algjörlega fjarri lagi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert