Ráðherrum settar siðareglur

Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg
Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg mbl.is/Jim Smart

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hyggst leggja fram frumvarp á Alþingi þar sem sett verði ákvæði í lög um Stjórnarráð Íslands er feli forsætisráðherra að staðfesta siðareglur fyrir ráðherra og starfsfólk ráðuneyta og skipa siðanefnd.

Á vormánuðum 2009 skipaði forsætisráðherra starfshóp tveggja starfsmanna úr stjórnsýslunni og eins utanaðkomandi sérfræðings til að leggja drög að siðareglum fyrir ráðherra og starfsmenn ráðuneyta.

Samráð hefur verið haft m.a. við starfsfólk ráðuneytanna og umboðsmann Alþingis, samkvæmt tilkynningu.

Drög að siðareglum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka