SÁÁ: Neyta 1 tonns af kannabis á ári

Varlega áætlað þá neyta Íslendingar eins tonns af kannabis-efnum árlega, að því er fram kemur á vef SÁÁ. Þar segir að götuverðið á þeirri neyslu sé um 3,5 milljarður króna. Undanfarin 6 ár hafa á milli 600-700 einstaklingar leitað sér hjálpar vegna kannabisfíknar á ári hverju á Sjúkrahúsið Vog, það er um helmingi fleiri en komu á hverju ári 1990-1995.

Á vef SÁÁ kemur fram að kannabisneytendur nota oft örvandi efni með kannabis. Þannig notar nær helmingur kannabisfíkla sem koma á Sjúkrahúsið Vog einnig örvandi vímuefni á borð við kókaín og amfetamín. Aðeins 17 % þeirra sem koma Vog og eru yngri en 30 ára nota einungis kannabis.

„Á árunum 1995 til 2000 tvöfaldaðist skyndilega fjöldi kannabisfíkla á Vogi. Íslendingar hafa aldrei notað jafn mikið af kannabisefnum og nú. Það líður varla sú vika að kannabisframleiðsla sé ekki stöðvuð og talið er að tugir manns hafi fulla atvinnu af því að framleiða og selja kannabis á Íslandi.

Varla líður sú vika að kannabis komist ekki í fréttirnar og undarlegt til þess að hugsa að kannabisefni og kannabisneysla skuli hafa verið óþekkt á Íslandi árið 1967 og enginn ólöglegur vímuefnamarkaður var til. Nú um 50 árum seinna er framleiðsla, innflutningur, dreifing, verslun og neysla þessara efna hluti af hinu daglega lífi Íslendinga," að því er segir í grein á vef SÁÁ.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert