Stefnt að gagnaveri í Þingeyjarsveit

Sveinn Óskar Sveinsson og Tryggvi Harðarson handsala samninginn
Sveinn Óskar Sveinsson og Tryggvi Harðarson handsala samninginn

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit hefur ritað undir viljayfirlýsingu við Greenstone ehf. um byggingu gagnavers á lóð í sveitarfélaginu. Þingeyjarsveit mun leggja til lóðina undir gagnaver eða eiga milligöngu um slík og Greenstone muni sjá um kynningu á möguleikum sveitarfélagsins í þessu efni, hönnun og væntanlega byggingu gagnavers, að því er segir í fréttatilkynningu.

„Þegar hefur Greenstone ehf ritað undir viljayfirlýsingu við önnur sveitarfélög á landinu með sömu markmið að leiðarljósi. Er þetta þáttur félagsins í að auka fjölbreytni í valkostum varðandi Ísland en gera má ráð fyrir að gagnaversiðnaðurinn muni tvöfaldast að umfangi á næstu fjórum árum," að því er segir í fréttatilkynningu sem Tryggvi Harðarson, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar ritar undir ásamt Sveini Óskari Sigurðssyni frá Greenstone ehf.

Segja þeir að þess megi vænta að tugir starfa geti skapast í sveitarfélaginu ef af verður en ekki er tekið fram um hvers konar störf er að ræða né heldur hvort um framtíðarstörf sé að ræða.

Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í ágústmánuði kemur fram að Greenstone sé í eigu bandarískra, hollenskra og íslenskra aðila. Ekkert sé því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir síðar á þessu ári ef næg orka fæst og samningar takast um fjárfestinguna. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að forsvarsmenn Greenstone segjast vera komnir með stór bandarísk fyrirtæki í viðskipti sem vilja hafa gagnaver hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert