Þjónusta þotur og þyrlur fyrir heri NATO-ríkjanna

Frönsk Mirageherþota á Keflavíkurflugvelli.
Frönsk Mirageherþota á Keflavíkurflugvelli. mynd/Baldur Sveinsson

Viðræður standa yfir milli hollenska félagsins ECA og ÍAV Þjónustu, dótturfélags Íslenskra aðalverktaka, um að setja á stofn aðstöðu til að geyma og þjónusta flugvélar og þyrlur, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar.

Þá er hugsanlegt að hér verði sértækur flugskóli og þjálfunarmiðstöð.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður nokkur fjöldi þyrlna, léttra flugvéla og herþotna geymdur í stóra flugskýlinu á vellinum og verður viðhaldi og viðgerðum á vélunum sinnt þar.

Heppileg aðstaða hér

Mun ætlunin vera sú að NATO-ríki geti fengið vélarnar lánaðar til æfinga, en þær verða vopnlausar meðan þær eru hér á landi. Herma heimildir að ekki verði hér aðeins geymdar vélar eins og þær, sem notaðar eru af NATO-herjum, heldur einnig vélar sem hugsanlegir óvinir geti haft undir höndum, t.d. rússneskar orrustuþotur. Æfingarnar munu fara fram annars staðar, en ekki er gert ráð fyrir að þær fari fram hér. Þá verða hér einnig geymdar björgunarflugvélar og -þyrlur.

Umfang starfseminnar getur orðið töluvert og mun fjöldi nýrra starfa skapast hér á landi við þetta, einkum fyrir flugvirkja, og er talið að þau geti orðið á annað hundrað talsins. Þá er hugsanlegt að tækniþróun af einhverju tagi fari fram á svæðinu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka