„Var bara að benda á hið augljósa“

Höfuðstöðvar Orkuveitunnar.
Höfuðstöðvar Orkuveitunnar. Ómar Óskarsson

„ÉG er bara að benda á hið aug­ljósa og átta mig ekki á því hvers hag­ur það sé að tala ekki um staðreynd­ir máls­ins,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra. Vís­ar hún þar til um­mæla sinna í viðtali við Frétta­blaðið sl. laug­ar­dag þar sem hún benti á að end­an­leg fjár­mögn­un Hvera­hlíðar­virkj­un­ar lægi ekki fyr­ir og að orku­öfl­un fyr­ir ál­ver í Helgu­vík væri enn óljós.

Í fram­hald­inu sendu for­stjóri og stjórn­ar­formaður Orku­veitu Reykja­vík­ur frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þeir sögðu ótækt að búa við það að „full­trúi rík­is­stjórn­ar­inn­ar leit­ist við að draga úr fjár­hags­leg­um trú­verðug­leika“ OR.

„Við verðum að geta talað um stöðuna eins og hún er,“ seg­ir Svandís og bæt­ir því við að sér þyki viðbrögð for­svars­manna OR ekki hafa borið vott um að þeim væri efst í huga að tryggja trú­verðug­leika fyr­ir­tæk­is­ins held­ur frek­ar að menn væru lagðir upp í póli­tísk­an leiðang­ur. „Ég held að Orku­veitu­menn verði að tala var­leg­ar sjálf­ir ef þeim er annt um orðspor, stöðu og trú­verðug­leika fyr­ir­tæk­is­ins,“ seg­ir Svandís.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert