Ánægðir með ríkisstjórnarsamstarfið

Vinstri grænir
Vinstri grænir

Aðal­fund­ur Kjör­dæm­is­ráðs Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í Norðaust­ur­kjör­dæmi hald­inn í Mý­vatns­sveit 11. októ­ber 2009 lýs­ir yfir ánægju sinni með að flokk­ur­inn skyldi ganga til stjórn­ar­sam­starfs við Sam­fylk­ing­una eft­ir alþing­is­kosn­ing­ar á síðasta vori. Þetta kem­ur fram í álykt­un fund­ar­ins.

Jafn­framt lýs­ir fund­ur­inn yfir fyllsta stuðningi við störf ráðherra flokks­ins.  Fund­ur­inn bein­ir þeim ein­dregnu til­mæl­um til þing­flokks Vinstri grænna að hann standi ein­huga að baki ráðherr­anna við erfið verk­efni þeirra.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert