Ekki óvenju mikið um veik skólabörn

Vel er fylgst með heilsu barna og starfsmanna í leik- …
Vel er fylgst með heilsu barna og starfsmanna í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Börnum er kennt að gæta fyllsta hreinlætis og þvo sér vel um hendur. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Golli

Ekki er meira til­kynnt um veik­indi meðal grunn- og leik­skóla­barna í Reykja­vík en geng­ur og ger­ist á þess­um árs­tíma sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og leik­skóla­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar. Vel er fylgst með þróun mála, t.d. í tengsl­um við það hvort  svo­kölluð svínaflensa eða önn­ur veiki breiðist út.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is hef­ur nokkuð borið á að börn hafi verið frá skóla í dag vegna veik­inda, en að sögn borg­ar­yf­ir­valda er vera að skoða málið. Ekki líti út fyr­ir að tíðnin sé óvenju há.

Unnið er sam­kvæmt viðbragðsáætl­un og er mik­il áhersla lögð á að kenna börn­um og starfs­fólki skól­anna að gæta fyllsta hrein­læt­is, þvo sé vel um hend­ur, nota hand­spritt o.s.frv.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­læknisembætt­inu hef­ur in­flú­ensu­lík­um sjúk­dómstil­fell­um fjölgað tals­vert hér­lend­is und­an­farn­ar tvær vik­ur, einkum á höfuðborg­ar­svæðinu. Hátt hlut­fall sýna frá þess­um sjúk­ling­um grein­ist með in­flú­ensu A(H1N1)v á veiru­fræðideild Land­spít­ala sem bendi til þess að flest til­fell­in séu af völd­um in­flú­ens­unn­ar. Því megi bú­ast við út­breidd­um far­aldri á næst­unni.

Á vef embætt­is­ins er jafn­framt tekið fram að eng­in ástæða sé til þess að breyta al­menn­um sótt­varn­ar­ráðstöf­un­um hér á landi. Enn sem fyrr séu þeir, sem veikj­ast með in­flú­ensu­lík ein­kenni, hvatt­ir til að halda sig heima í allt að viku frá upp­hafi ein­kenna, eða þar til þeir hafi verið ein­kenna­laus­ir (hita­laus­ir) í tvo daga.

Þá sé mik­il­vægt að þeir, sem séu sýkt­ir, haldi fyr­ir vit sér með bréf­klút eða öðru til að hindra dreif­ingu úða frá hnerra eða hósta. Jafn­framt sé mik­il­vægt að þvo hend­ur reglu­lega og nota hand­spritt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert