Gylfi: Ánægja með lausn

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ræddi við blaðamenn við tröppur Stjórnarráðsins í …
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra ræddi við blaðamenn við tröppur Stjórnarráðsins í morgun. mbl.is/Jón Pétur

Gylfi Magnús­son viðskiptaráðherra seg­ir að end­ur­reisn bank­anna muni ljúka á næstu dög­um og vik­um. Í þess­ari viku muni kom­ast á hreint hverj­ir muni eign­ast Íslands­banka og lok októ­ber komi í ljós hverj­ir muni eign­ast Kaupþing. „Það ligg­ur líka fyr­ir hvernig gengið verður frá skil­un­um á milli gamla og nýja Lands­bank­ans,“ sagði Gylfi að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi fyr­ir há­degi í dag.

Hann seg­ir að mál­in séu að kom­ast á loka­stig en rétt sé að hafa fyr­ir­vara á mál­um. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um Íslands­banka og Kaupþing, en skila­nefnd­irn­ar gera það núna al­veg á næst­unni.“

Spurður hvers vegna hjól­in fóru að snú­ast hraðar síðustu daga seg­ir Gylfi: „Það má al­veg eins spyrja: „Af hverju tók þetta svona lang­an tíma?“ Þetta tók aðeins lengri tíma held­ur en að var stefnt. En núna er þetta að leys­ast og ég held að all­ir geti verið ánægðir með það,“ seg­ir ráðherra, málið hafi taf­ist af ýms­um ástæðum.

Gylfi tek­ur fram að það sé grund­vall­armun­ur á þeirri niður­stöðu sem nú stefni í og þeirri sem lagt hafi verið upp með fyr­ir um ári síðan. Þá hafi hug­mynd­in verið að ríkið myndi eign­ast alla bank­ana að fullu. Nú sé allt út­lit fyr­ir að ríkið eign­ist Lands­bank­ann - mögu­lega að fullu eða eitt­hvað minna en það. Og að ríkið muni eiga mjög lít­inn hluta í Íslands­banka og Kaupþingi. „Ég tel það vera mjög til bóta.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert