Makríllinn hefur reynst íslenskum útgerðum mikil búbót í ár. Alls hafa veiðst rúm 116 þúsund tonn af makríl það, sem af er árinu og er aflaverðmætið áætlað hátt í 12 milljarðar króna.
Af þessum afla hafa um 90 þúsund tonn farið í bæðslu, en tæp 30 þúsund tonn verið unnin til manneldis. Verðmætið í hvorum flokki er þó jafnt, því miklu hærra verð fæst fyrir makrílinn til manneldis.
Nánar er fjallað um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.