Óvissa með Óðin vegna fjárskorts

Varðskipið Óðinn í Reykjavíkurhöfn.
Varðskipið Óðinn í Reykjavíkurhöfn. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hugsanlega verður varðskipið Óðinn ekki opið almenningi á næsta ári. Samkvæmt frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2010 er gert ráð fyrir algerri niðurfellingu á framlagi til Hollvinasamtaka varðskipsins Óðins, en það var fimm milljónir króna í ár.

Eiríkur Jörundsson, forstöðumaður Sjóminjasafnsins í Reykjavík, segir þetta mjög slæmt fyrir safnið og skipið liggi undir skemmdum fái það ekki eðlilegt viðhald og hita og rafmagn úr landi. 

Allt síðasta ár sóttu um ellefu þúsund manns Sjóminjasafnið heim. Gestum hefur fjölgað mjög á þessu ári og í lok ágúst voru þeir orðnir 22 þúsund eða tvöfalt fleiri en í fyrra.

Á heimasíðu safnsins er skorað á stjórnvöld að endurskoða fjárlagafrumvarpið, leggja lágmarksframlag til vs. Óðins og koma þannig í veg fyrir að skipinu verði lokað almenningi, það látið eyðileggjast og sú margháttaða uppbygging sem átt hefur sér stað fari í súginn .

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert