Alvarlegt fyrir nýsköpun

00:00
00:00

Skort­ur á sam­keppni hef­ur letj­andi áhrif á ný­sköp­un að mati Jóns Ger­alds Sul­len­ber­gers versl­un­ar­manns. Hann seg­ir ís­lenska fram­leiðend­ur hrædda við að bjóða sér góð kjör af ótta við refsiaðgerðir af hálfu Haga.

Hann tek­ur dæmi af kex­fram­leiðanda og seg­ir að hann verði að fara til stóru aðilana á markaðinum og spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á að selja fram­leiðsluna. „Því ef að þeir vilja ekki gera það þá senni­lega borg­ar sig ekki að fram­leiða vör­una. Sem seg­ir okk­ur að þetta sé mjög al­var­legt fyr­ir ný­sköp­un í land­inu,“ seg­ir Jón Ger­ald.

Jón Ger­ald hyggst fara í sam­keppni við Bón­us með opn­un lág­vöru­verðsversl­un­ar í Kópa­vogi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert