Alvarlegt fyrir nýsköpun

Skortur á samkeppni hefur letjandi áhrif á nýsköpun að mati Jóns Geralds Sullenbergers verslunarmanns. Hann segir íslenska framleiðendur hrædda við að bjóða sér góð kjör af ótta við refsiaðgerðir af hálfu Haga.

Hann tekur dæmi af kexframleiðanda og segir að hann verði að fara til stóru aðilana á markaðinum og spyrja þá hvort þeir hafi áhuga á að selja framleiðsluna. „Því ef að þeir vilja ekki gera það þá sennilega borgar sig ekki að framleiða vöruna. Sem segir okkur að þetta sé mjög alvarlegt fyrir nýsköpun í landinu,“ segir Jón Gerald.

Jón Gerald hyggst fara í samkeppni við Bónus með opnun lágvöruverðsverslunar í Kópavogi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert