Munur á bensínverði hjá N1, Skeljungi og Olís annarsvegar og á verði mannlausra sjálfsafgreiðslustöðva hinsvegar hefur verið töluvert meiri undanfarið en venja er. Munurinn á sjálfsafgreiðslu hefur verið tæpar 4 krónur og er enn á verði Skeljungs, Olís og sjálfsafgreiðslustöðva en N1 hefur lækkaði verðið og er munurinn þar því 1 króna og 50 aurar.
Að sögn Huga Hreiðarssonar hjá Atlantsolíu hefur verðmunurinn verið tvöfalt meiri en venjan er. „Venjulega er munurinn 1,60 en þarna var hann kominn upp í 3,90 og var því tvöfaldur og hafði verið í svolítinn tíma,“ segir Hugi.
Samkvæmt heimasíðunni gsmbensin.is er verðið hjá N1 nú 181,80 en 183,90 miðað við sjálfsafgreiðslu á flestum Shell stöðvum höfuðborgarsvæðisins. Algengt verð hjá Olís er 183,9 kr. Verð hjá Orkunni, ÓB og Atlantsolíu er á bilinu 180,2 til 180,3 krónur á lítrann.