Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild eftir að hafa fallið 2-3 metra af svölum íbúðarhúss í Reykjavík í nótt. Maðurinn var í annarlegu ástandi en hann er ekki búsettur þar sem óhappið varð að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Karlmaður á sextugsaldri var sömuleiðis fluttur á slysadeild í nótt en sá hafði dottið í miðborginni og fengið skurð á ennið. Maðurinn var ölvaður.
Þá rotaðist tæplega tvítugur piltur á íþróttaæfingu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi en hann var kominn til meðvitundar þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang.
Í gærmorgun slasaðist svo drengur á hendi í Reykjavík en hann klemmdist á heimili sínu og þurfti að sauma nokkur spor vegna þessa.