Ísfirskir sjálfstæðismenn í prófkjör

Frá Ísafirði.
Frá Ísafirði. mbl.is/Ómar

Ákveðið var á aðalfundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Ísafjarðarbæ í gærkvöld  að halda prófkjör til að velja á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar.

Fram kemur í tilkynningu frá fulltrúaráðinu að dagsetning prófkjörsins liggi ekki fyrir en stefnt sé á að ljúka því fyrir lok febrúar.

Þá kemur fram að Eiríkur finnur Greipsson framkvæmdarstjóri, Gísli H Halldórsson bæjarfulltrúi, Guðný Stefanía Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og Ingólfur Þorleifsson varabæjarfulltrúi hafi öll tilkynnt á fundinum að þau gefi kost á sér í prófkjörinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka