Krefjast lausnar á Icesave

Stjórn­ir Fé­lags ís­lenskra stór­kaup­manna og VR hafa sent frá sér sam­eig­in­lega áskor­un til Alþing­is þar sem kraf­ist er taf­ar­laus­ar úr­lausn­ar  Ices­a­ve máls­ins.

„Nú er liðið tæpt ár frá því hið svo­kallaða Iceasa­ve mál kom til kasta stjórn­valda á Íslandi. Málið hef­ur dreg­ist mjög á lang­inn og held­ur öðrum brýn­um úr­lausn­ar­efn­um í efn­hags­mál­um í gísl­ingu ásamt því að ógna stöðug­leika á vinnu­markaði.

Aug­ljóst er að vanda þarf til verka við úr­lausn Ices­a­ve máls­ins og að rík­ir hags­mun­ir eru í húfi. En umræðan um málið hef­ur frek­ar ein­kennst af hefðbundn­um flokka­drátt­um og per­sónupóli­tík í stað þess að raun­hæf­ar efn­is­leg­ar lausn­ir séu hafðar í for­gangi.

Það verður að gera þá skýru kröfu til þing­manna að umræða sé efn­is­leg og að all­ir þing­menn sýni af sér ábyrgð þannig að niðurstaða fá­ist í málið. Þannig fá stjórn­völd, aðilar á vinnu­markaði, fyr­ir­tæki og al­menn­ing­ur tæki­færi til að horfa fram á veg­inn og vinna að nauðsyn­leg­um um­bóta­verk­efn­um og at­vinnu­sköp­un.

Á meðan þing­heim­ur hef­ur teflt þrá­skák um Ices­a­ve síðustu mánuði hafa á tólfta þúsund störf tap­ast á vinnu­markaði. Einka­neysla hef­ur dreg­ist sam­an um fjórðung á aðeins tveim­ur árum og fjár­fest­ing hef­ur hrunið um 60%.

Op­in­ber­ar spár gera ekki ráð fyr­ir viðsnún­ingi í neyslu á næstu tveim­ur árum. Þá hef­ur til­trú at­vinnu­rek­enda og neyt­enda á fram­vind­una í efna­hags­mál­um aldrei mælst minni. Það hlýt­ur að vera for­gangs­verk­efni að snúa þess­ari þróun við.

Stjórn­ir FÍS og VR skora á Alþing­is­menn – sama hvar í flokki þeir standa – að sýna ábyrgð og fá niður­stöðu í Ices­a­ve málið hið fyrsta. Sú efna­hags­lega óvissa sem nú rík­ir vegna máls­ins kann að verða okk­ur dýr­keypt­ari en lausn þess. Það verður ekki við það unað að ís­lensk þjóð sitji und­ir póli­tísk­um skolla­leik og að efna­hag þjóðar­inn­ar sé haldið í gísl­ingu af Alþingi meðan at­vinnu­líf­inu blæðir með skelfi­leg­um af­leiðing­um auk­ins at­vinnu­leys­is."

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert