Prentsmiðja lokar og vikublað hættir útgáfu

Jóhannes segir unnið að því að koma Skarp út áfram.
Jóhannes segir unnið að því að koma Skarp út áfram. Hafþór Hreiðarsson

Prent­smiðjunni Örk á Húsa­vík hef­ur verið lokað og út­gáfu viku­blaðsins Skarps hef­ur verið hætt. Á heimasíðu blaðsins seg­ir að ástæður þessa séu fjár­hagserfiðleik­ar prent­smiðjunn­ar og færri verk­efni.

Prent­smiðjan hef­ur gefið út aug­lýs­inga­blaðið Skrána og frétta­blaðið Skarp og kom síðasta tölu­blað þess út sl. föstu­dag. Nú hef­ur út­gáf­unni verið hætt um „ófyr­ir­sjá­an­lega framtíð“ eins og seg­ir á heimasíðu blaðsins.

„Ég hygg að mörg­um bregði við að fá ekki blað sam­kvæmt venju næst­kom­andi föstu­dag,“ seg­ir Jó­hann­es Sig­ur­jóns­son sem hef­ur verið rit­stjóri Skarps og þar áður Vík­ur­blaðsins sl. þrjá­tíu ár, eða allt frá ár­inu 1979.

Hann seg­ir Þing­ey­inga áfram um að út­gáf­unni verði ekki hætt og að hafn­ar séu bolla­legg­ing­ar til að tryggja áfram­hald henn­ar þó óljóst sé hver út­kom­an þar verði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka