Sr. Gunnar Björnsson sóknarprestur á Selfossi hefur boðað til borgarafundar næstkomandi föstudagskvöld. Þar mun presturinn skýra frá sinni hlið mála en sem kunnugt er var honum vikið tímabundið frá embættið fyrir um hálfu öðru ári vegna gruns um kynferðisafbrot. Hann hefur verið sýknaður af ákærum á báðum dómstigum.
Eftir að dómstólar höfðu kveðið upp úrskurð sinn fór málið til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar sem hafnaði kröfu sóknarnefndar Selfosskirkju um að séra Gunnar Björnsson fengi ekki að gegna starfi sóknarprests. Úrskurðarnefndin taldi að Gunnar hafi ekki gerst sekur um siðferðis- en ekki agabrot.
Gunnar hefur verið í leyfi frá embætti sóknarprests á Selfossi frá því umrætt mál kom upp. Hefur leyfið, sem nú er að renna út, verið framlengt nokkrum sinnu af biskupi. Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson hefur þjónað Selfossprestakalli frá í ársbyrjun.