Verið að endurmeta lánaþörf Íslands

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að það hafi legið fyrir eftir fund hans með Dmítrí Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, í Istanbul í síðustu viku, að Rússar myndu ekki veita Íslandi allt að 500 milljóna dala gjaldeyrislán.  

Steingrímur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið, að verið sé að endurmeta lánaþörf Íslendinga og ekki sé víst að við lán frá Rússum hefði verið nauðsynlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert