1.935 tonnum af ýsu var hent í hafið

Samkvæmt mælingum er talið að brottkast þorsks í fyrra hafi verið um 1.090 tonn eða 0,79% af lönduðum afla. Brottkast ýsu var 1.935 tonn eða 1,93% af lönduðum afla. Síðasta ár var brottkast þessara tegunda með því minnsta á árabilinu 2001-2008.

Árlegt meðalbrottkast þorsks þessi ár var 2.082 tonn eða 1,12% af lönduðum afla. Meðalbrottkast ýsu var 2.582 tonn eða 3,58%.

Þetta kemur fram í skýrslu, sem Hafrannsóknastofnun hefur gefið út um mælingar á brottkasti 2008.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert