Bóluefni til landsins í dag

Pandemrix bóluefni gegn H1N1 inflúensu.
Pandemrix bóluefni gegn H1N1 inflúensu.

Fyrsta sendingin af bóluefni gegn svínainflúensu var væntanlegt í morgun með flutningaflugvél og hefst dreifing væntanlega strax. Nú stendur yfir bólusetning gegn árlegu flensunni og þarf ekki að líða sérstakur tími á milli bólusetninga. Má vel bólusetja gegn hvorri tveggja inflúensunni samtímis.

Í gær höfðu alls 26 sjúklingar verið lagðir inn á Landspítala vegna staðfestrar A(H1N1)-inflúensu eða líklegrar inflúensu frá 23. september. Fólkið er frá eins árs og upp í 73 ára og er flest með undirliggjandi áhættuþætti. Í fyrradag, 13. október, lágu alls 13 á Landspítalanum vegna flensu. Þar af voru þrír á gjörgæsludeild. Enginn hefur dáið af völdum A(H1N1)-inflúensunnar á Íslandi.

Landspítalinn er mjög vel búinn undir inflúensufaraldur og hefur undirbúningur staðið frá því í sumar, að sögn Björns Zoëga forstjóra. Innlögnum fólks með inflúensulík einkenni fjölgaði í síðustu viku. Björn sagði að tíminn myndi leiða í ljós hver þörfin yrði fyrir legupláss vegna flensunnar. Ef innlögnum fjölgaði mikið vegna inflúensunnar gætu þær haft áhrif á svonefndar valaðgerðir á spítalanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert