Daníel í stað Magnúsar í bankaráð Seðlabankans

mbl.is/Ómar

Daní­el Gros hag­fræðing­ur hef­ur verið kos­inn í bankaráð Seðlabanka Íslands í stað Magnús­ar Árna Skúla­son­ar. Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, gerði at­huga­semd við kjörið og sagði það enn bundið á flokksklafa, sagði tæki­færi nú fyr­ir Alþingi að láta rann­saka starf­semi Seðlabank­ans.

Vildi Þór vita hvað full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins ætlaði að gera fyr­ir al­menn­ing. Mót­mælti kjör­inu og óskaði eft­ir því að því yrði frestað. Þetta er eins og kokteil­boð," sagði Þór. En kosn­ing­in gekk engu að síður fram.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Fram­sókn­ar­flokkn­um kem­ur fram að Daniel Gros sé fram­kvæmda­stjóri hug­veit­unn­ar Centre for Europe­an Policy Studies (CEPS).
„Daniel Gros er doktor í hag­fræði og þekkt­ur fyr­ir ráðgjöf sína á sviði efna­hags­mála, m.a. var hann helsti ráðgjafi rík­is­stjórn­ar Svart­fjalla­lands á sín­um tíma við ein­hliða upp­töku evru sem gjald­miðils þjóðar­inn­ar. Daniel hef­ur sér­hæft sig í rann­sókn­um á sviðum sem snerta pen­inga­mála­stefn­ur, fjár­mála­stöðug­leika og hag­stjórn," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá fram­sókn­ar­mönn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka