Gunnar til Biskupsstofu

Sr. Gunnar Björnsson.
Sr. Gunnar Björnsson.

Biskup Íslands hefur í dag flutt sr. Gunnar Björnsson úr embætti sóknarprests á Selfossi, í embætti sérþjónustuprests við Biskupsstofu. Ákvörðunin tekur gildi frá og með deginum í dag. Séra Óskar Hafsteinn Óskarsson mun gegna embætti sóknarprests á Selfossi þar til nýr prestur verður valinn.

Gunnari var vikið tímabundið frá embættið fyrir um hálfu öðru ári vegna gruns um kynferðisafbrot en var sýknaður af ákærum bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Eftir að dómstólar höfðu kveðið upp úrskurð sinn fór málið til úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar sem hafnaði kröfu sóknarnefndar Selfosskirkju um að séra Gunnar Björnsson fengi ekki að gegna starfi sóknarprests. Úrskurðarnefndin taldi að Gunnar hafi gerst sekur um siðferðisbrot en ekki agabrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert