Hagsmunir Íslands í fyrirrúmi

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra. Eggert Jóhannesson

Ill­ugi Gunn­ars­son sagði það von­brigði að Íslend­ing­ar hygg­ist á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn ekki sækja áfram þá und­anþágu sem fékkst með Kyoto-bók­un­inni. Um­hverf­is­ráðherra Svandís Svavars­dótt­ir seg­ir að stjórn­ar­andstaðan leit­ist við að skrum­skæla umræðuna og að ekki standi annað til en að verja hags­muni Íslands í viðræðunum. 

Ill­ugi sagði mis­skiln­ing ríkja um eðli und­anþág­unn­ar sem feng­ist hafi með Kyoto-bók­un­inni. Eðli henn­ar sé að þar sem á Íslandi sé hægt að fram­leiða með hreinni og betri orku sé rétt að veita aukn­ar heim­ild­ir hér á landi á for­send­um um­hverf­is­vernd­ar. „Það er því skelfi­legt til þess að vita að marg­ir Íslend­ing­ar túlki þetta sem eitt­hvað sóðaákvæði,“ sagði Ill­ugi í ut­andag­skrárum­ræðum á Alþingi. 

Svandís Svavars­dótt­ir, um­hverf­is­ráðherra sagði ekki standa annað til en að verja hags­muni Íslend­inga. Svandís sagði að stjórn­ar­and­stöðuþing­menn hafi að því er virðist vís­vit­andi reynt að skrum­skæla umræðuna um samn­ings­mark­mið Íslands í Kaup­manna­höfn. „Að halda því fram að til standi að standa ekki vörð um hags­muni Íslands á lofts­lags­ráðstefn­unni í Kaup­manna­höfn er frá­leitt,“ sagði um­hverf­is­ráðherra. Starfi samn­inga­nefnd­ar­inn­ar sé hvergi lokið en Ísland ætli sér að axla sinn skerf af ábyrgð í lofts­lags­mál­um en óska ekki eft­ir und­anþágum. 

„Mark­miðin varða ímynd Íslands og starfs­um­hverfi ís­lenskra fyr­ir­tækja en fyrst og fremst þau að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja heims er varðar los­un­ar­mark­mið fyr­ir Kaup­manna­hafn­ar­fund­inn, “sagði Svandís Svavars­dótt­ir. Hún sagði ráðlegt að samn­inga­nefnd­in kæmi á fund nefnda í þing­inu til að koma í veg fyr­ir mis­skiln­ing sem virt­ist þar ganga ljós­um log­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert