Íslandsbanki í erlendar hendur

Kröfuhafar Glitnis eignast Íslandsbanka.
Kröfuhafar Glitnis eignast Íslandsbanka. Golli/Kjartan Þorbergsson

Íslandsbanki verður í 95% eigu kröfuhafa Glitnis, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þessi niðurstaða skilanefndar Glitnis verður tilkynnt á blaðamannafundi í dag.

Íslenska ríkið mun áfram eiga 5% hlut í bankanum og fá einn stjórnarmann í fimm manna stjórn Íslandsbanka. Á meðal þeirra banka sem eignast hlut í Íslandsbanka við þetta eru japanski bankinn Sumitomo Mitsui, breski bankinn Royal bank of Scotland og þýsku bankarnir HSH Nordbank og DekaBank. Auk þess eru skuldabréfaeigendur stórir kröfuhafar. Óljóst er hvernig sá hópur er samsettur því að frestur til að lýsa kröfum í þrotabú Glitnis rennur ekki út fyrr en 26. nóvember.

Ákvörðun kröfuhafa Glitnis um að eignast nánast allt hlutafé í Íslandsbanka mun gera það að verkum að eiginfjárframlag íslenska ríkisins til hans verður mun lægra en áður var áætlað. Ríkið hefur þegar lagt bankanum til 65 milljarða króna í formi ríkisskuldabréfa, en á bilinu 35-40 milljarðar króna af þeirri upphæð rennur aftur til ríkissjóðs.

Í ljós mun koma fyrir lok októbermánaðar hvort kröfuhafar Nýja Kaupþings vilji eignast 87 prósent hlut í þeim banka.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert