Íslandsbanki í erlendar hendur

Kröfuhafar Glitnis eignast Íslandsbanka.
Kröfuhafar Glitnis eignast Íslandsbanka. Golli/Kjartan Þorbergsson

Íslands­banki verður í 95% eigu kröfu­hafa Glitn­is, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Þessi niðurstaða skila­nefnd­ar Glitn­is verður til­kynnt á blaðamanna­fundi í dag.

Íslenska ríkið mun áfram eiga 5% hlut í bank­an­um og fá einn stjórn­ar­mann í fimm manna stjórn Íslands­banka. Á meðal þeirra banka sem eign­ast hlut í Íslands­banka við þetta eru jap­anski bank­inn Sumitomo Mitsui, breski bank­inn Royal bank of Scot­land og þýsku bank­arn­ir HSH Nor­d­bank og Deka­Bank. Auk þess eru skulda­bréfa­eig­end­ur stór­ir kröfu­haf­ar. Óljóst er hvernig sá hóp­ur er sam­sett­ur því að frest­ur til að lýsa kröf­um í þrota­bú Glitn­is renn­ur ekki út fyrr en 26. nóv­em­ber.

Ákvörðun kröfu­hafa Glitn­is um að eign­ast nán­ast allt hluta­fé í Íslands­banka mun gera það að verk­um að eig­in­fjár­fram­lag ís­lenska rík­is­ins til hans verður mun lægra en áður var áætlað. Ríkið hef­ur þegar lagt bank­an­um til 65 millj­arða króna í formi rík­is­skulda­bréfa, en á bil­inu 35-40 millj­arðar króna af þeirri upp­hæð renn­ur aft­ur til rík­is­sjóðs.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert