Lofa ærlegu fjöri á sauðamessunni

Enginn skortur verður á lausafé á Sauðamessu í Borgarnesi.
Enginn skortur verður á lausafé á Sauðamessu í Borgarnesi.

„Borgfirðingar ætla að verða við kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og leggja fram fjárskuldbindingar í formi lausafjár sem rekið verður eftir götum Borgarness n.k. laugardag þann 17. október. Messugjörð hefst formlega með fjárrekstri frá Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi kl. 13.30 að staðartíma.“

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu úr Borgarnesi, en í henni eru íbúar og gestir beðnir um aðstoð við að verja heimalönd íbúa við Borgarbraut, Þorsteinsgötu og Skallagrímsgötu en það er sú leið sem farin verður með fjárreksturinn þetta árið. Í og við Skallagrímsgarð verður síðan hátíðardagskrá fram eftir degi.

Í Skallagrímsgarði verður ærlegt markaðstorg og á sviði verður stanslaus dagskrá milli kl. 14.02 og 16.03. Það verða Bakkabræður og Bakkasystur, fegurðasamkeppni MÝRAHRÚTA, Siggi Óli og Bankaæringjarnir flytja tónlist og hið árlega lærakappát þar sem Baldur Jóns á margfaldan tiltil að verja. Öllum verður boðið upp á kjötsúpu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert