Raforkunotkun minnkar

mbl.is/Einar Falur

Raf­orku­notk­un var rúm­um 4% minni á öðrum árs­fjórðungi 2009 en á sama tíma­bili árið 2008. Sam­drátt­ur hef­ur verið í raf­orku­notk­un allt þetta ár, en mest­ur á 2. árs­fjórðungi, að sögn raf­orku­hóps Orku­spár­nefnd­ar.

Hóp­ur­inn seg­ir að sterk tengsl séu á milli al­mennr­ar raf­orku­notk­un­ar og hag­vaxt­ar. Þegar lands­fram­leiðsla dregst sam­an dreg­ur einnig úr raf­orku­notk­un. Því er viðbúið að áhrifa efna­hags­sam­drátt­ar­ins gæti í raf­orku­notk­un. 

Hægja tók á vexti í raf­orku­notk­un um mitt árið 2008 og á þessu ári hef­ur hún bein­lín­is dreg­ist sam­an miðað við sömu árs­fjórðunga árið á und­an.  Raf­orku­notk­un var 2% minni á 1. árs­fjórðungi í ár en í fyrra og 1,3% minni á 3. árs­fjórðungi nú en í fyrra.

Helstu ástæður fyr­ir minni raf­orku­notk­un eru tald­ar vera brott­flutn­ing­ur fólks og minni einka­neysla, lít­ill afli upp­sjáv­ar­fisks, sam­drátt­ur í bygg­ing­ar­starf­semi og verk­leg­um fram­kvæmd­um, minni fram­leiðsla iðnfyr­ir­tækja sem tengj­ast bygg­ing­ariðnaði og sam­drátt­ur í þjón­ustu­grein­um.

Raf­orku­hóp­ur­inn gaf út end­ur­reiknaða raf­orku­spá um mitt þetta ár. Þar var gert ráð fyr­ir að al­menn notk­un for­gangs­orku myndi minnka um nærri 1% á þessu ári. Niðurstaða fyrstu níu mánaða árs­ins benda til þess að sam­drátt­ur­inn verði 2-3%.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert