Rektor HÍ býður sig fram aftur

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, tilkynnti í dag að hún muni bjóða sig aftur fram til embættis rektors þegar  skipunartíma hennar lýkur í júní á næsta ári.

Þetta kemur fram á nemendavef HÍ, student.is, og segir þar að Kristín hafi lýst þessu yfir á opnum fundi með starfsmönnum Háskóla Íslands í hádeginu þar sem meðal annars var rætt um fjárframlög til skólans á næsta ári.

Kristín tók við embætti af Páli Skúlasyni árið 2005 að loknum almennum kosningum í Háskólanum og var skipuð til 5 ára.

Student.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert