Segir fyrningarleið ruddaskap

Arthúr Bogason á aðalfundi smábátamanna í morgun.
Arthúr Bogason á aðalfundi smábátamanna í morgun. Morgunblaðið / Sigurður Bogi

Það er full­kom­inn rudda­skap­ur að tala um inn­köll­un veiðiheim­ilda án þess að taka skuld­ir fy­ir­tækj­anna og ein­stak­ling­anna þar inn í. Þetta kom fram í máli Arth­úrs Boga­son­ar for­manns Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda í setn­ingarávarpi á aðal­fundi sam­tak­anna í morg­un.

„Finnst tals­mönn­um fyrn­ing­ar­leiðar­inn­ar það sjálfsagt að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in, stór sem smá séu skil­in eft­ir með skuld­irn­ar, skuld­ir sem breytt­ust í hrein og klár skrímsli við geng­is­hrun krón­unn­ar,“ sagði Arth­úr í ávarpi sínu.

Arth­úr sagði að árið 2007 hefði menn inn­an Há­skóla Íslands sagði að Íslend­ing­ar myndu hagn­ast mest á því að leggja af þorskveiðar til nokk­urra ára. Í því efni væri ekki nema von­legt að þjóðin væri illa stödd.

„Er nema von að maður spyrji hvort þeim skatt­tekj­um lands­manna sem varið var til að mennta þessa aðila hafi verið skyn­sam­lega ráðstafað. Fyr­ir mína parta þá vil ég fá end­ur­greitt,“ sagði Arth­úr sem full­yrti að ekk­ert gyldi ís­lenska þjóðin dýr­ari verði en stærðfræðikukl Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar. Þar ræki hvað sig í ann­ars horn.

“Strand­veiðikerfið, eða hand­færa­kerfið eins og ég tel rétt­nefni er fagnaðarefni. Ég skil full­kom­lega gremju þeirra sem hafa ný­verið keypt dýr­um dóm­um veiðiheim­ild­ir aðila sem héldu bát­un­um og fóru á skak í sum­ar sem ekk­ert væri.

Það sam­rým­ist hins­veg­ar illa okk­ar eig­in mál­flutn­ingi að tala um deyj­andi sjáv­ar­byggðir ann­ars veg­ar og kvarta yfir lönd­un­ar­bið hins­veg­ar,“ sagði Arth­úr.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert