Sturla: Egill heldur úti ritsóðasíðu

Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson mbl.is

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi alþingismaður, gagnrýnir ákveðna bloggara og ríkisútvarpið harðlega á bloggvef sínum. Segir hann Egil Helgason halda úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best“ upp í því að ráðast að nafngreindum  mönnum  og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa, skrifar Sturla á bloggvef sinn.

„Á heimasíðu Ríkisútvarpsins er haldið úti stöðugri auglýsingu á bloggsíðu eins manns. Þar er á ferðinni blogg Egils Helgasonar þáttastjórnanda sem er vistað á vefmiðlinum Eyjunni en er kynnt sérstaklega á vegum RÚV.  Engir aðrir vefmiðlar eru kynntir með þessum hætti á heimasíðu hins óháða ríkisfjölmiðils RÚV. Allt væri þetta gott og blessað ef þessi bloggsíða tengdist eingöngu þeim þáttum sem þessi áhrifamikli fjölmiðlamaður stjórnar hjá RÚV."

Sjá blogg Sturlu á Pressunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert