Enn deilt um dómstólaleið

Oddvitar ríkisstjórnarinnar segja, að það sem útaf standi í viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave-skuldbindingar, sé annars vegar hvort Íslendingar geti leitað réttar síns komi í ljós að þeir þurfi ekki að borga, og hins vegar hvað gerist eftir 2024 þegar ríkisábyrgð fellur af lánunum, samkvæmt ákvörðun Alþingis.

Þetta kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, eftir ríkisstjórnarfund í dag. Jóhanna sagði, að það myndi ráðast í dag eða á morgun hvort sátt tekst í deilunni.

Steingrímur sagðist hafa í gær rætt við fjármálaráðherra Hollands og vonandi komi í ljós í dag hvort Hollendingar fallast á hugmyndir til lausnar á deilunni.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert