Erum á síðustu metrunum

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir við Reutersfréttastofuna í dag að íslenska ríkisstjórnin „sé á síðustu metrunum" í áttina að lausn í Icesave-deilunni og ætti að geta lagt fram frumvarp fyrir Alþingi um málið innan skamms.

„Ég held að það verði nauðsynlegt að leggja nýtt frumvarp fyrir þingið. Ég met það svo í dag, að við séum á síðustu metrunum og ættum að geta lagt frumvarp fram innan skamms. ...Ég er einnig mjög vongóður um að þingið muni telja þá niðurstöðu viðunandi," hefur Reuters eftir Össuri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert