Icelandair er þessa dagana að breyta nöfnunum á flugflota sínum. Nýjar vélar félagsins síðustu ár hafa verið nefndar eftir landkönnuðum en framvegis munu vélarnar bera þekkt íslensk fjallanöfn.
„Nafnabreytingin núna er liður í endurnýjun þotnanna okkar,“ segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. „Ísland og allt íslenskt er undirliggjandi þema í þessum breytingum.“
Nöfnin sem vélarnar bera eru vel þekkt; Askja, Hekla, Katla, Surtsey, Hengill, Krafla, Herðubreið, Eldborg, Keilir og Snæfell.