Framtíð Íslands í húfi

Per Westerberg, forseti sænska þingsins.
Per Westerberg, forseti sænska þingsins. Heiðar Kristjánsson

Per Wester­berg, for­seti sænska þings­ins, seg­ir að Ices­a­ve-deil­an sé fyrst og fremst deila Íslend­inga við Breta og Hol­lend­inga. Hann voni að hún leys­ist fljótt vegna þess að það skipti svo miklu máli fyr­ir framtíð Íslands og hann sé bjart­sýnn í því efni.

Sænska sendi­nefnd­in kom til lands­ins á miðviku­dag í op­in­bera heim­sókn í boði Ástu R. Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta Alþing­is, og fer aft­ur til Svíþjóðar í dag.

Með sænska þing­for­set­an­um í för eru fjór­ir sænsk­ir þing­menn og starfs­menn Riks­da­gen, sænska þings­ins. Þeir hafa hitt ís­lenska ráðamenn og seg­ir Per Wester­berg að sér skilj­ist að lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar sé í sjón­máli. Ljóst sé að deil­una verði að leysa til að

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn end­ur­skoði lána­samn­ing­inn við Ísland og lán­in frá Norður­lönd­un­um hangi á sömu spýtu. Spurður hvort hon­um finn­ist það eðli­legt seg­ir hann að um þetta hafi verið samið. Svíþjóð hafi gengið í gegn­um svipaða erfiðleika fyr­ir 15 árum en náð sér aft­ur á strik á fimm til sex árum.

Leiðtog­ar Evr­ópu­sam­bands­ins ákveða vænt­an­lega á fundi sín­um í des­em­ber hvort Íslend­ing­um verði hleypt til aðild­ar­viðræðna eða ekki. Sví­ar fara nú fyr­ir fram­kvæmda­stjórn ESB og seg­ir Wester­berg að þeir vilji aðstoða Íslend­inga eins mikið og þeir geti í því sam­bandi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert