Fundurinn hófst með fjöldasöng

Gunnar Björnsson á opnum borgarafundi á Selfossi sem haldinn er …
Gunnar Björnsson á opnum borgarafundi á Selfossi sem haldinn er í kvöld honum til stuðnings.

Opinn borgarafundur séra Gunnars Björnssonar á Selfossi hófst í kvöld með fjöldasöng. Sigurður Sigurðarsson dýralæknir er fundarstjóri á fundinum og hann bað fundargesti, sem eru fjölmargir, að syngja með sér Fyrr var oft í koti kátt.

Fundarmenn tók vel undir. „Þetta lofar góðu" sagði Sigurður að söngnum loknum.

„Þetta á ekki að vera nein hallelújasamkoma," sagði Sigurður og hvatti fundarmenn til að segja hug sinn.

Á fundinum eru nokkrir prestar sem skrifuðu biskupi bréf Gunnari til stuðnings fyrr í vikunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert