Gerðu hróp að ráðherra

00:00
00:00

Gerð voru hróp að Rögnu Árna­dótt­ur, dóms­málaráðherra, þegar hún ætlaði að ávarpa ráðstefnu í Há­skóla Íslands í dag í til­efni af 60 ára af­mæli Evr­ópuráðsins og 50 ára af­mæli Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu í dag. 

Þegar Ragna ætlaði að ávarpa fund­inn gerðu mót­mæl­end­ur hróp að henni og á end­an­um yf­ir­gaf Ragna sal­inn án þess að flytja ávarpið.

Boðað var til mót­mæl­anna á vefsíðunni öskra.org sem hreyf­ing bylt­ing­arsinnaðra stúd­enta ber ábyrgð á. Þar seg­ir að Ragna sé ábyrg fyr­ir brott­vís­un flótta­mann­anna frá land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert