Gerðu hróp að ráðherra

Gerð voru hróp að Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, þegar hún ætlaði að ávarpa ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag í tilefni af 60 ára afmæli Evrópuráðsins og 50 ára afmæli Mannréttindadómstóls Evrópu í dag. 

Þegar Ragna ætlaði að ávarpa fundinn gerðu mótmælendur hróp að henni og á endanum yfirgaf Ragna salinn án þess að flytja ávarpið.

Boðað var til mótmælanna á vefsíðunni öskra.org sem hreyfing byltingarsinnaðra stúdenta ber ábyrgð á. Þar segir að Ragna sé ábyrg fyrir brottvísun flóttamannanna frá landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert