ultan Kosen, hæsti maður í heimi, er væntanlegur til Íslands í tilefni af útkomu nýjasta bindis heimsmetabókar Guinness. Sultan var útnefndur hæsti maður heims fyrir um mánuði síðan en hann mælist 2,465 metrar á hæð.
Kosen er frá Tyrklandi en hann kemur hingað í lok næstu viku ásamt bróður sínum og túlki. Hann mun taka þátt í kynningu á nýjustu Guinnessbókinni í Smáralind nk. laugardag, þann 24. október á formlegum útgáfudegi bókarinnar.
Heimsókn hans er skipulögð af Forlaginu í samstarfi við Guinness World Records, Smáralind, Hagkaup og Hótel Loftleiði.