Hörð gagnrýni á biskupinn

Séra Gunnar Björnsson ræddi mál sitt á borgarafundi á Selfossi …
Séra Gunnar Björnsson ræddi mál sitt á borgarafundi á Selfossi í kvöld.

Séra Gunn­ar Björns­son sagði á borg­ar­a­fundi á Sel­fossi að bisk­up Íslands hefði sent sér bréf eft­ir að Hæstirétt­ur kvað upp sýknu­dóm í máli hans. Hann hefði síðar í sam­tali við sig lofað sér því að hann ætti að taka við embætt­inu 1. júní. Nokkuð hörð gagn­rýni hef­ur komið fram á bisk­up Íslands á fund­in­um.

Séra Gunn­ar sagði að með yf­ir­lýs­ing­um for­manns sókn­ar­nefnd­ar Sel­foss­kirkju í fjöl­miðlum hefði sókn­ar­nefnd­in farið langt út fyr­ir valdsvið sitt. Hún hefði í reynd tekið sér bisk­upsvald.

Hann sagði að lögmaður sinn hefði sagt að það sér­staka við þetta mál væri að það vantaði glæp­inn. Hann hefði líka verið undr­andi á því að sak­sókn­ari skyldi áfrýja mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Séra Gunn­ar sagði að eft­ir að Hæstirétt­ur hefði kveðið upp sýknu­dóm hefði Karl Sig­ur­björns­son bisk­up sent sér bréf þar sem kæmi fram að hann ætti að taka við embætti sókn­ar­prests á Sel­fossi 1. maí. Bisk­up hefði síðar hringt í sig og spurt hvort hann væri til­bú­inn til að samþykkja að fresta því til 1. júní.

„Ég spurði hvort ég gæti treyst því að ég tæki við starfi 1. júní. Ég man að hann svaraði: „Já, þú get­ur treyst því.""

 Séra Gunn­ar sagðist hafa talið að með dómi Hæsta­rétt­ar væri mál­inu lokið. „Með lög­um skal land byggja sögðu þeir gömlu Íslend­ing­ar og óvíst hvar lend­ir ef ekki er farið eft­ir niður­stöðu dóm­stóla. Það kann ekki góðri lukku að stríða að hafa tvenn lög í land­inu. Þjóðkirkj­an vill þjóna ís­lensku mann­fé­lagi og þá fer ekki vel á því að hún ætli sér að búa við önn­ur lög en sam­fé­lagið sem hún þjón­ar."

Árni Johnsen alþing­ismaður lýsti því yfir á fund­in­um að hann myndi taka mál séra Gunn­ars upp á Alþingi. Hann gagn­rýndi bisk­up Íslands harðlega á fund­in­um og sagði að svo gæti farið að bisk­up yrði dreg­inn fyr­ir dóm fyr­ir lög­brot.

Gagn­rýni kom einnig fram á sókn­ar­nefnd­ina og kallað var eft­ir því að sókn­ar­nefnd­in boðaði fund þar sem fólki gæf­ist kost­ur á að ræða mál­efni sókn­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert