Kipptu að sér höndum

Loftmynd af álverinu í Straumsvík
Loftmynd af álverinu í Straumsvík

RIO Tinto Alcan samþykkti í lok sept­em­ber að fjár­magna fyrsta áfanga stækk­un­ar­inn­ar í Straums­vík, eða um einn þriðja hluta verk­efn­is­ins, upp á alls 13 millj­arða kr.

Dag­inn eft­ir birt­ist hug­mynd­in um orku- og kol­efn­is­skatta í fjár­laga­frum­varpi fjár­málaráðherra. Þá ákváðu eig­end­ur ál­vers­ins að halda að sér hönd­un­um og haf­ast ekk­ert frek­ar að.

Skatta­hug­mynd­irn­ar setja stækk­un­ina í Straums­vík í óvissu þar til í ljós kem­ur hvort stjórn­völd ætla að halda skatt­heimt­unni til streitu. Ólaf­ur Teit­ur Guðna­son, upp­lýs­inga­full­trúi ál­vers­ins staðfesti þetta í sam­tali við blaðið. Að sögn hans voru menn til­bún­ir að hefja fram­kvæmd­ir við stækk­un­ina um næstu mánaðamót.

Auk­in óvissa um fram­kvæmd­ir sem rætt er um í Karp­hús­inu

Þetta mál og fleiri hafa komið upp í vinnu starfs­hóps aðila vinnu­markaðar­ins og stjórn­valda í Karp­hús­inu á sein­ustu dög­um. Þar vinna menn að því að draga sam­an til­tæk­ar upp­lýs­ing­ar um stöðu ein­stakra stór­fram­kvæmda sem kveðið er á um í Stöðug­leika­sátt­mál­an­um.

Ákvörðun um­hverf­is­ráðherra um að láta Skipu­lags­stofn­un að nýju taka ákvörðun um sam­eig­in­legt um­hverf­is­mat Suðvest­ur­lína veld­ur einnig óvissu og hef­ur keðju­verk­andi áhrif á áformaðar fram­kvæmd­ir í virkj­un­um og stóriðju, s.s. í Helgu­vík.

Hún get­ur einnig haft áhrif á fyr­ir­hugað gagna­ver Ver­ne Hold­ing því þó nú­ver­andi kerfi eigi að tryggja orku vegna fyrsta áfang­ans, þá full­næg­ir það ekki ítr­ustu kröf­um sem gerðar eru um tvö­falt af­hend­ingarör­yggi orku.

Í Karp­hús­inu hef­ur komið fram að taf­ir á fram­kvæmdá­form­um vegna um­hverf­is­mats­ins verði aldrei minni en 4 mánuðir og jafn­vel þó ráðherra félli frá sam­eig­in­lega um­hverf­is­mat­inu megi telja full­víst að fram kæmu kær­ur, sem tek­ur sinn tíma að meðhöndla.

Aug­lýsa þarf kæru­fresti og kalla eft­ir gögn­um frá öll­um sem málið varðar. „Þetta gæti því dreg­ist í ein­hver miss­eri og mögu­lega ár,“ seg­ir viðmæl­andi.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, rek­ur ít­ar­lega hvaða atriði standa enn útaf í stöðug­leika­sátt­mál­an­um í leiðara frétta­bréfs SA í gær.

„Það þarf að greiða götu stór­fjárfest­inga í at­vinnu­líf­inu og þ.m.t. í orku­fram­leiðslu, verk­efna sem ým­ist eru í gangi eða gætu verið að fara af stað. Þarna hafa stjórn­völd bein­lín­is verið að leggja steina í götu verk­efna með áform­um um orku- og kol­efn­is­skatta og með ákvörðun um­hverf­is­ráðherra að aft­ur­kalla úr­sk­urð Skipu­lags­stofn­un­ar vegna Suðvest­ur­línu. Snúa þarf hvoru tveggja við og standa við það lof­orð að greiða götu þessarra fjár­fest­inga. Ekki blæs byrlega í þeim mál­um,“ seg­ir Vil­hjálm­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert