Yfirlýsing vegna fréttar RÚV

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/ÞÖK

Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar RÚV í gærkvöldi um ástæður þær sem lágu að baki ákvörðunar hans og fleiri starfsmanna á viðskiptablaði Morgunblaðsins að láta af störfum hjá Morgunblaðinu.

„ Ráðning nýrra ritstjóra á Morgunblaðið réð ekki ákvörðun minni að segja starfi mínu lausu á Morgunblaðinu. Í tíufréttum Sjónvarpsins í gær kom fram að þeir starfsmenn sem hefðu sagt upp störfum vildu ekki tjá sig hvort ráðning Davíðs Oddssonar hefði verið kornið sem fyllti mælinn, eins og það var orðað. Það er ekki rétt því í samtali við fréttamann RÚV sagði ég að það mætti hafa eftir mér að koma Davíðs á Morgunblaðið hefði ekki ráðið þessari ákvörðun minni.

Þegar breytingar verða á rekstri fyrirtækja er eðlilegt að starfsmenn íhugi stöðu sína og kosti. Áður en nýir ritstjórar komu að Morgunblaðinu var slík staða komin upp. Í framhaldinu atvikuðust mál þannig að svigrúm skapaðist á ritstjórn Viðskiptablaðsins til að taka á móti nýju fólki. Það tækifæri réð því fyrst og fremst að þrír blaðamenn á ritstjórn Morgunblaðsins tóku þá ákvörðun að skipta um vettvang," segir í yfirlýsingu sem Björgvin Guðmundsson,
fréttastjóri viðskipta, hefur sent frá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert