Fyrstu skref til afnáms gjaldeyrishaftanna verða stigin fyrir 1. nóvember, að sögn Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Fyrsta skrefið felst í því opna fyrir innstreymi fjármagns.
Þannig hafa þeir sem hafa í hyggju að fjárfesta hér á landi eða flytja hingað fjármuni tryggingu fyrir því að geta flutt peningana út aftur þegar þeim hentar – þannig að höftin gilda ekki um þá fjármuni sem koma til landsins eftir að umræddar breytingar taka gildi.
Nánar er fjallað um gjaldeyrismálin í viðtali við Gylfa í Morgunblaðinu í dag.