Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að fjölbýlishúsi í Álftahólum í Breiðholti um þrjú leytið í dag vegna tilkynningar um reyks í húsinu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var töluverður reykur í íbúð og reykskynjari í gangi. Íbúðin var mannlaus, en gleymst hafi að slökkva undir potti sem stóð á eldavélahellu.
Íbúðin var reykræst og síðan afhent lögreglunni til umsjónar þar til íbúðareigandi snéri aftur heim. Íbúum fjölbýlishússins var engin hætta búin vegna uppákomunnar.