Jóhanna kvenna sterkust á Íslandi

Frá keppninni um sterkustu konu Íslands í dag.
Frá keppninni um sterkustu konu Íslands í dag. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jóhanna Eivinsdóttir Christiansen sýndi það og sannaði í Vetrargarðinum í Smáralindinni í dag að hún er kvenna sterkust á Íslandi. Annað sætið í keppninni hlaut Ragnheiður Martha Jóhannsdóttir, en þriðja sætinu deildu þær Katrín Eva og Thelma Snorradóttir.

Í samtali við mbl.is sagðist Gemma Magnusson, sterkasta kona Bretlands, næststerkasta kona heims og aðalskipuleggjandi keppninnar hérlendis, mjög stolt af þátttakendum keppninnar þetta árið. Sagði hún ljóst að keppnin væri komin til að vera og enda áhuginn fyrir keppninni mikill jafnt í hópi þátttakenda sem áhorfenda.

Að mati Gemmu Magnusson búa íslenskar konur yfir ótrúlega miklum líkamlegum styrk þó þær geri sér kannski ekki allar grein fyrir því. „Ég hef verið að þjálfa meirihluta keppendanna og taldi mig því hafa býsna góða hugmynd um hvers þær væru megnugar, en þær komu mér sumar svo sannarlega á óvart. Þannig var ein sem hafði mest getað lyft 120 kg hjá mér sem í keppninni í dag lyfti 140 kg eins og ekkert væri,“ sagði Magnusson og tekur fram að heilt yfir standist íslensku kraftakonurnar vel erlendan samanburð.

Á vefnum www.icelandsstrongestwoman.com má sjá að keppendur kepptu í:

Bændagöngu 50kg   (mest vegalengd á 90 sekúndum)
Super Yoke / Uxagöngu 150kg   (fyrir besta tímann yfir 20metra)
Hleðslugrein (6 hlutir frá 50-100kg)
Drumbalyfta 40kg  (fyrir fjölda endurtekninga)
Réttstöðulyfta   (stöng staðsett 18" frá gólfi)
Sólning dekkjavelta og dekkjadráttur (185kg)


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert