Leysa fjötra fátæktar

Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir uppákomu á Ingólfstorgi í dag …
Íslandsdeild Amnesty International stóð fyrir uppákomu á Ingólfstorgi í dag í tilefni af upphafi herferðar samtakanna gegn fátækt. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt hefur Íslandsdeild Amnesty International boðað til aðgerða á Ingólfstorgi í dag kl. 16. Þar mun fjöldi einstaklinga í handjárnum losa þau sem tákn um sameiginlegan vilja til að leysa fjötra fátæktar. Aðgerðin markar upphaf herferðar Amnesty International, sem ber heitið  Krefjumst virðingar.

Á vef Íslandsdeildar Amnesty International kemur fram að fátækt sé eins og fangelsi sem hinir áhrifamiklu skapi hinum áhrifalausu. Bent er á að milljónir séu fangar hennar vegna óréttlætis, mismununar og ójafnræðis. Amnesty International hyggst berjast af kappi við að leysa fanga fátæktar úr fjötrum mannréttindabrota og vonar að sú barátta verðs jafn kraftmikil og áralöng barátta samtakanna fyrir lausn samviskufanga.


Samkvæmt upplýsingum frá samtökunum búa 840 milljón manns við langvarandi næringarskort í heiminum, 100 milljónir njóta engrar menntunar og á hverju ári deyja 11 milljón börn fyrir fimm ára aldur.

„Þetta ætti ekki að þykja sjálfsagt fremur en pyndingar, óréttmæt fangelsisvist eða ritskoðun. Rétturinn til að lifa með reisn og njóta heilsugæslu, menntunar, húsaskjóls og viðunandi lífsviðurværis er grundvallarmannréttindi. Þess vegna hefur Amnesty International ráðist í þessa herferð til að sýna hvernig fátækt og mannréttindabrot haldast oft í hendur, efla og styðja þá sem mega þola mannréttindabrot og draga þá til ábyrgðar, sem brjóta á réttindum fátækra,“ segir m.a. á vef Íslandsdeildar Amnesty International.

Þar kemur einnig fram að samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðabankanum séu 70% þeirra 1.3 milljarða sem búi í örbirgð konur. Sökum þessa ætlar Amnesty International í herferð sinni að leggja sérstaka áherslu á konur og fátækt í herferðinni.

Lögð verði áhersla á fjögur atriði. Þ.e. baráttu gegn mæðradauða og eflingu frjósemisréttinda, réttinn til heimkynna og baráttuna gegn þvinguðum brottflutningi fólks af heimilum sínum og skorti á mannréttindum í fátækrahverfum um heim allan. Lögð verður áhersla á að auka ábyrgð fyrirtækja gagnvart mannréttindum og fátækt og að endingu að binda réttindi í lög til að tryggja að einstaklingar geti dregið stjórnvöld í sínu landi til ábyrgðar fyrir að brjóta efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.

Krefjumst virðingar - herferð Amnesty International

Amnesty International
Amnesty International
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert