Meint allsherjarmisnotkun Kaupþings til saksóknara

Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi …
Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri. mbl.is/Kristinn

Fjármálaeftirlitið hefur sent mál er varðar allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til embættis sérstaks saksóknara, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Grunur leikur á að bankinn hafi kerfisbundið reynt að hafa áhrif á eigin hlutabréfaverð og skapað stöðuga eftirspurn eftir bréfunum og þannig sent röng og villandi skilaboð til markaðarins um raunvirði hlutabréfanna.

Þetta var gert með þeim hætti að bankinn, sem á hverjum tímapunkti mátti aðeins eiga mest 5% í sjálfum sér, keypti bréf inn á veltubók og seldi þau síðan áfram til valinna viðskiptavina gegn lánum. Með þessum hætti gat bankinn verið virkur á markaði með eigin hlutabréf.

Mörg smærri mál, sem rannsökuð hafa verið af Fjármálaeftirlitinu og sum hver áður verið send áfram til embættis sérstaks saksóknara, tengjast þessari allsherjarmarkaðsmisnotkun.

Nánar er fjallað um grun um falsaða eftirspurn hlutabréfa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert