Miðar í rétta átt hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu

Stefnt er að málamiðlun sem felur bæði í sér aukna …
Stefnt er að málamiðlun sem felur bæði í sér aukna verndun hvalastofna og bætta stjórnun hvalveiða. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Tómas H. Heiðar, aðalfulltrúi Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, segir að á tveggja vikna fundi 12 ríkja í ráðinu, sem lauk í Santiago í Chile í gær, hafi niðurstaðan verið sú að hvalveiðiríki og ríki andstæð hvalveiðum vilji ná málamiðlunarsamkomulagi sem feli í sér aukna verndun hvalastofna og bætta stjórnun hvalveiða.

„Þetta var mjög gagnlegur fundur og það miðar í rétta átt,“ segir hann.

Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júní sem leið var hópi 12 ríkja – Antígva & Barbúda, Ástralíu, Bandaríkjanna, Brasilíu, Íslands, Japans, Kamerúns, Mexíkó, Nýja-Sjálands, Saint Kitts og Nevis, Svíþjóðar og Þýskalands – falið að leita samkomulags um betrumbætur á starfsemi ráðsins.

Tómas H. Heiðar segir að hvalveiðiríkin og þau ríki sem séu andstæð hvalveiðum geri sér grein fyrir því að alþjóðahvalveiðiráðið verði ekki starfhæft ef togstreita ríki áfram á milli hópanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert