Tollgæslan fann í byrjun október við hefðbundið eftirlit talsvert magn stera í vörusendingu til fyrirtækis. Í sendingunni var loftpressa og höfðu sterarnir verið faldir í loftkút hennar.
Fram kemur á heimasíðu tollstjórans í Reykjavík, að í kútnum reyndust vera testosteron-hylki, alls 2608 stykki og 10.334 stykki af steratöflum.
Tollstjóri afhenti lögreglu málið til rannsóknar. Við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi grunaður maður að hafa flutt inn sterana og telst málið upplýst.