Vegagerð í Héðinsfirði án leyfis

Frá Héðinsfirði
Frá Héðinsfirði

Fjalla­byggð hef­ur stöðvað frek­ari vega­fram­kvæmd­ir í Héðins­firði á meðan land­eig­end­ur hafa ekki aflað til­skil­inna fram­kvæmda­leyfa. Land­eig­end­ur telja sig á hinn bóg­inn ekki hafa þurft að fá þessi leyfi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um blaðsins. Alls eru land­eig­end­ur í Héðins­firði yfir 20.

Um er að ræða vegalagn­ingu frá nýja þjóðveg­in­um, sem lagður var á milli ganga­munna Héðins­fjarðarganga, og niður að Héðins­fjarðar­vatni. Að auki var gert stæði fyr­ir um 30 bíla við vatnið fyr­ir eig­end­ur bú­staða á svæðinu, ásamt girðing­ar­vinnu og greftri úr ósn­um.

Vega­gerðin var verktak­inn við vegalagn­ing­una og taldi sig vera að vinna í sam­ræmi við samn­ing við land­eig­end­ur frá ár­inu 2005. Þeir hafi átt að sjá um að afla þeirra leyfa sem til þurfti en lagn­ing veg­slóðanna var hluti af sam­komu­lagi þar sem land­eig­end­ur fengu ekki bæt­ur fyr­ir þann veg sem lagður var á milli ganga­munn­anna.

Finna ekki samþykki


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert